Innlent

Segja óréttið enn þá óbætt

Heyrnarlausir og aðstandendur þeirra hittast fyrir framan Stjórnarráðið í dag klukkan 11. Ætlunin er að afhenda forsætisráðherra áskorun þess efnis að fylgja fast eftir þeim niðurstöðum sem fram komu í skýrslu vistheimilisnefndar. Félag heyrnarlausra stendur fyrir viðburðinum.

Félagið minnir á að enn er óbættur sá miski sem nemendur urðu fyrir við dvöl sína í Heyrnleysingjaskólanum. Að afhendingu lokinni verður svörtum blöðrum sleppt sem tákni um að verið sé að kveðja þá svörtu fortíð sem margir nemendur eiga tengda skólanum.- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×