Erlent

Hillary róar Suður-Ameríkumenn

MYND/AP

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna reynir nú að slá á áhyggjur ráðamanna í nokkrum ríkjum Suður Ameríku vegna áætlana Bandaríkjamanna um að koma upp herstöðvum í Kólombíu.

Clinton segir að áætlunin gangi einungis út á að aðstoða yfirvöld í Kólombíu í baráttunni við eiturlyfjasala og að fullveldi annara ríkja verði aldrei ógnað.

Vinstri sinnaðir forsetar í álfunni eins og Hugo Chavez í Venesúela segjast hinsvegar áhyggjufullir og óttast Chavez að liðssöfnuðurinn geti verið undanfari innrásar Bandaríkjanna í land sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×