Erlent

Túníska tólfburamóðirin var að ljúga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Túníska „tólfburamamman“ fær enga bumbu.
Túníska „tólfburamamman“ fær enga bumbu.
Túnísk kona sem fullyrti að hún bæri 12 börn undir belti er í felum eftir að upp komst að hún var að ljúga um óléttuna.

Konan, sem er 34 ára gömul, greindi læknum í Gafsa, heimaborg sinni, frá því að hún ætti von á sér síðar í mánuðinum. Fréttavefur Telegraph segir að rannsókn heilbrigðisyfirvalda hafi leitt í ljós að konan eigi við sálræn vandamál að stríða og að óléttan sé einungis hugarburður hennar.

Konan hefur þverneitað að fara í læknisskoðun og yfirvöld í Túnis hafa ekki náð tali af henni upp á síðkastið.




Tengdar fréttir

Á von á tólfburum

Kona í Túnís mun brátt ala 12 börn eftir því sem breska blaðið The Sun fullyrðir. Konan, sem er kennari, á von á sex drengjum og sex stúlkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×