Innlent

Nýta þarf úrræði til bjargar heimilunum

Forseti Alþýðusambandsins segir þau úrræði sem Alþingi hefur samþykkt til bjargar heimilunum hvorki hafa verið virkjuð eða nýtt og segir mikilvægt að það sé gert hið fyrsta. Ríkisstjórnin fundaði í dag með aðilum vinnumarkaðarins.

Það var stíft fundaði í stjórnarráðinu í dag þar sem ríkisstjórnin kallaði fulltrúa vinnumarkaðarins, sveitarfélaga og landbúnaðarins á sinn fund til að ræða stöðu mála og fá þeirra sjónarmið við gerð stjórnarsáttmála.

Á meðal þeirra sem mættu á fund ríkisstjórnarinnar voru Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Gylfi sagði eftir fund sinn að ASÍ legði mikla áherslu á að endurskipulagning á skuldum heimilanna verði sett í forgang. Þau úrræði sem þegar hafi verið ákveðin til bjargar heimilunum hafi hvorki verið virkjuð né nýtt og mikilvægt væri að gera það sem fyrst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×