Bílarisum bjargað vestanhafs 20. desember 2008 03:00 George W. Bush forseti Bandaríkjanna skömmu áður en hann tilkynnti að stjórnvöld vestra hygðust koma bílafyrirtækjunum til hjálpar. George W. Bush, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stjórnvöld ætli að veita bandarísku bílaframleiðendunum General Motors og Chrysler neyðarlán sem eigi að forða þeim frá gjaldþroti. Bush sagði Bandaríkjamenn vilja koma bílaiðnaðinum til bjargar og sé aðkoma stjórnvalda eina leið þeirra nú um stundir. Hann vitnaði sömuleiðis til gagnrýnisradda bandarískra þingmanna frá í síðustu viku og lagði áherslu á að forsvarsmenn bílaframleiðendanna leggi fram drög að rekstraráætlun sem leiða fyrirtækin aftur að beinni og betri braut en þau eru nú stödd á. Forsvarsmenn Ford, sem leituðu upphaflega til stjórnvalda ásamt hinum fyrirtækjunum, sögðust geta keyrt á eigin fé enn um sinn. Lánið hljóðar upp á 17,4 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 2.100 milljarða íslenskra króna og verður tekið úr neyðarsjóði sem í eru 700 milljarðar dala og ætlað til bjargar fjármálafyrirtækjum í vanda. Stærstur hluti lánsins, 13,4 milljarðar, verður veittur fljótlega en fjórir milljarðar til viðbótar ef þurfa þykir í febrúar. Bandaríska dagblaðið The New York Times hefur eftir aðalhagfræðingi Comerica Bank í Bandaríkjunum að þótt neyðarlánið geti fleytt báðum fyrirtækjunum yfir erfiðasta hjallann sem fram undan er sé of snemmt að segja til um hvort það dugi til. - jab Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
George W. Bush, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stjórnvöld ætli að veita bandarísku bílaframleiðendunum General Motors og Chrysler neyðarlán sem eigi að forða þeim frá gjaldþroti. Bush sagði Bandaríkjamenn vilja koma bílaiðnaðinum til bjargar og sé aðkoma stjórnvalda eina leið þeirra nú um stundir. Hann vitnaði sömuleiðis til gagnrýnisradda bandarískra þingmanna frá í síðustu viku og lagði áherslu á að forsvarsmenn bílaframleiðendanna leggi fram drög að rekstraráætlun sem leiða fyrirtækin aftur að beinni og betri braut en þau eru nú stödd á. Forsvarsmenn Ford, sem leituðu upphaflega til stjórnvalda ásamt hinum fyrirtækjunum, sögðust geta keyrt á eigin fé enn um sinn. Lánið hljóðar upp á 17,4 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 2.100 milljarða íslenskra króna og verður tekið úr neyðarsjóði sem í eru 700 milljarðar dala og ætlað til bjargar fjármálafyrirtækjum í vanda. Stærstur hluti lánsins, 13,4 milljarðar, verður veittur fljótlega en fjórir milljarðar til viðbótar ef þurfa þykir í febrúar. Bandaríska dagblaðið The New York Times hefur eftir aðalhagfræðingi Comerica Bank í Bandaríkjunum að þótt neyðarlánið geti fleytt báðum fyrirtækjunum yfir erfiðasta hjallann sem fram undan er sé of snemmt að segja til um hvort það dugi til. - jab
Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira