Viðskipti erlent

Góður hagnaður af rekstri OMX kauphallanna

Góður hagnaður varð af rekstri OMX-kauphallanna á Norðurlöndum á síðasta ári en Ísland er hluti af þeim. Heildartekjurnar voru þær mestu í sögu OMX og námu um 4,3 milljörðum kr.

Nettótekjur námu um 1,3 milljörðum kr. Hagnaður eftir skatta nam rétt tæpum milljarði kr. en stjórn kauphallanna leggur til að ekki verði greiddur út arður til hluthafa að þessu sinni. Þá fylgir með í tilkynningu um afkomuna að reiknað sé með að samruninn við Nasdaq-kauphöllina gangi í gegn á fyrsta ársfjórðungi í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×