Innlent

Hanna gæti haft áhrif á veður á Íslandi í næstu viku

Hitabeltisstormurinn Hanna gæti haft áhrif á veður hér á Íslandi í næstu viku. Hanna yrði þá væntanlega orðin að djúpri lægð ef stormurinn nær hingað til lands.

Fjallað er um hugsanlegan farveg Hönnu eftir að stormurinn fer frá Bandaríkjunum í danska blaðinu Jyllands Posten. Veðurfræðingur á TV2 segir að Hanna muni að öllum líkindum hafa veruleg áhrif á veðurfarið í Vestur-Evrópu í næstu viku.

Reiknað er með að för Hönnu liggi eftir austurströnd Bandaríkjanna, upp austurströnd Kanada og að þaðan snúi stormurinn í norður í átt til Íslands.

Þetta hefur í för með sér að hæð myndast yfir Norðurlöndunum og reiknar veðurfræðingurinn að þá muni bundinn endi á leiðindaveður í Danmörku en þar hefur gengið á með roki og rigningum síðustu daga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×