Handbolti

Serdarusic tekur við Rhein-Neckar Löwen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Noka Serdarusic, fyrrum þjálfari Kiel.
Noka Serdarusic, fyrrum þjálfari Kiel. Nordic Photos / Getty Images
Það stendur mikið til hjá þýska handknattleiksfélaginu Rhein-Neckar Löwen þessa dagana í kjölfar þess að danski skartgripajöfurinn Jesper Nielsen hefur ákveðið að koma með peninga sína til þeirra í stað AG Handbold í Danmörku.

Rhein-Neckar Löwen ætlar sér að komast á sama stall og Kiel og fyrsta stóra skrefið í þá átt var tekið í dag er liðið gerði þriggja ára samning við eftirsóttasta þjálfara heims, Noka Serdarusic. Þetta staðfesti Jesper Nielsen við Fréttablaðið í dag en tilkynning þessa efnis verður gefinn út í Þýskalandi á morgun. Þetta eru mikil tíðindi enda höfðu mörg félög augastað á Serdarusic sem þjálfaði Kiel til 15 ára og gerði félagið að besta handboltafélagi heims.

Nielsen sjálfur mun taka við stjórnarformennsku hjá Löwen næsta sumar. Nánar er rætt við hinn danska Nielsen í Fréttablaðinu á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×