Metnaðarfullt starf og kraftmiklir piltar 16. október 2008 10:58 Svali er ekki einn um að spá KR-ingum góðu gengi í vetur Mynd/Daníel Körfuboltasérfræðingurinn Svali Björgvinsson er mjög jákvæður fyrir komandi leiktíð í Iceland Express deildinni og fagnar auknu vægi íslenskra leikmanna í deildinni. Gríðarleg ólga hefur verið í körfunni á síðustu metrunum fyrir mót þar sem flest liðin í deildinni sögðu upp samningum við erlenda leikmenn sína til að bregðast við kreppunni sem skollin er á. Iceland Express deild karla fer formlega á stað í kvöld með þremur leikjum. "Eitt af því fáa jákvæða sem kemur út úr kreppunni er að nú reynir á íslenska leikmenn og það er gríðarlega jákvætt. Það gerir deildina síður en svo minna áhugaverða," sagði Svali í samtali við Vísi. "Það sem skiptir máli í íþróttum er að leikir séu spennandi, menn leggi sig fram og hafi alúð og þjónustulund að leiðarljósi. Það skiptir ekki máli hvort getan er minni eða meiri. Það sem skiptir máli er metnaðarfullt starf og kraftmiklir piltar sem spila fyrir sitt félag," segir Svali. Hann fagnar heimkomu landsliðsmanna eins og Jóns Arnórs Stefánssonar, Loga Gunnarssonar og Jakobs Sigurðarsonar og segir að þeir eigi eftir að gera deildinni gott. "Þessir drengir koma með meiri atvinnumannsbrag inn í deildina og það smitar út frá sér innan sem utan vallar, í leikmenn og þjálfara. Heimkoma þeirra er mikið mildi og henni ber að fagna." Svali fer mjög varlega í allar spár fyrir veturinn enda getur mikið gerst enn í leikmannamálum fram á vorið. "Ég ætla að vona það að liðin fari ekki í það að sanka að sér einhverjum útlendingum á síðustu metrunum í deildinni. Auðvitað verða KR-ingar gríðarlega sterkir og þá verður gaman að sjá suðurnesjaliðin og Snæfell. Þetta verður kannski erfiður vetur fyrir einhver lið en mjög áhugaverður. Ég vona að liðin velji íslenskt í ár og deildin verður ekkert skemmtilegri eða áhugaverðari þó komi einhverjir 10-15 kanar hingað." Iceland Express deild kvenna hófst með látum í gær og í kvöld byrjar boltinn að rúlla hjá körlunum með þremur leikjum. Í kvöld: KR-ÍR 19:15 FSU-UMFN 19:15 Grindavík-Stjarnan 19:15 Annað kvöld: Keflavík-Þór A. 19:15 Breiðablik-Skallagrímu 19:15 Snæfell-Tindastóll 19:15 Dominos-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Körfuboltasérfræðingurinn Svali Björgvinsson er mjög jákvæður fyrir komandi leiktíð í Iceland Express deildinni og fagnar auknu vægi íslenskra leikmanna í deildinni. Gríðarleg ólga hefur verið í körfunni á síðustu metrunum fyrir mót þar sem flest liðin í deildinni sögðu upp samningum við erlenda leikmenn sína til að bregðast við kreppunni sem skollin er á. Iceland Express deild karla fer formlega á stað í kvöld með þremur leikjum. "Eitt af því fáa jákvæða sem kemur út úr kreppunni er að nú reynir á íslenska leikmenn og það er gríðarlega jákvætt. Það gerir deildina síður en svo minna áhugaverða," sagði Svali í samtali við Vísi. "Það sem skiptir máli í íþróttum er að leikir séu spennandi, menn leggi sig fram og hafi alúð og þjónustulund að leiðarljósi. Það skiptir ekki máli hvort getan er minni eða meiri. Það sem skiptir máli er metnaðarfullt starf og kraftmiklir piltar sem spila fyrir sitt félag," segir Svali. Hann fagnar heimkomu landsliðsmanna eins og Jóns Arnórs Stefánssonar, Loga Gunnarssonar og Jakobs Sigurðarsonar og segir að þeir eigi eftir að gera deildinni gott. "Þessir drengir koma með meiri atvinnumannsbrag inn í deildina og það smitar út frá sér innan sem utan vallar, í leikmenn og þjálfara. Heimkoma þeirra er mikið mildi og henni ber að fagna." Svali fer mjög varlega í allar spár fyrir veturinn enda getur mikið gerst enn í leikmannamálum fram á vorið. "Ég ætla að vona það að liðin fari ekki í það að sanka að sér einhverjum útlendingum á síðustu metrunum í deildinni. Auðvitað verða KR-ingar gríðarlega sterkir og þá verður gaman að sjá suðurnesjaliðin og Snæfell. Þetta verður kannski erfiður vetur fyrir einhver lið en mjög áhugaverður. Ég vona að liðin velji íslenskt í ár og deildin verður ekkert skemmtilegri eða áhugaverðari þó komi einhverjir 10-15 kanar hingað." Iceland Express deild kvenna hófst með látum í gær og í kvöld byrjar boltinn að rúlla hjá körlunum með þremur leikjum. Í kvöld: KR-ÍR 19:15 FSU-UMFN 19:15 Grindavík-Stjarnan 19:15 Annað kvöld: Keflavík-Þór A. 19:15 Breiðablik-Skallagrímu 19:15 Snæfell-Tindastóll 19:15
Dominos-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum