Innlent

Telur ekki að Sjálfstæðisflokkurinn verði fyrir skaða til langs tíma

MYND/Stöð 2

Geir H. Haarde forsætisráðherra telur ekki að Sjálfstæðisflokkurinn verði fyrir skaða, sé til langs tíma litið, þótt gremja fólks bitni að einhverju leyti á flokknum um stund. Nokkuð hefur verið um úrsagnir úr flokknum sem rekja má til aðgerða stjórnvalda í bankakreppunni.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sætt mikilli gagnrýni að undanförnu, en formaður flokksins segir að það muni ekki koma í ljós fyrr en í næstu kosningum hvort flokkurinn hafi skaðast - spyrja skuli að leikslokum í þeim efnum.

Um 50 þúsund félagar eru í Sjálfstæðisflokknum og virðist nokkur hreyfing á félagatalinu allan ársins hring, menn ýmist að skrá sig í eða úr flokknum. Þó er áberandi að úrsögnum fjölgar þegar öll spjót standa á flokknum, líkt og nú í efnagsþrengingunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×