Valur Ingimundar: Við erum á byrjunarreit 17. október 2008 12:46 Logi Gunnarsson sneri sig á ökkla í gær og gat lítið beitt sér í síðari hálfleiknum Mynd/BB "Það er alltaf gott að vera sleginn niður annað slagið, það vekur mann," sagði Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur eftir að hans menn fengu 103-78 skell gegn nýliðum FSu í gær. Þessi úrslit komu mörgum á óvart, en við nánari skoðun kemur í ljós að kannski voru úrslitin ekki jafn óvænt og ætla mætti. Nýliðar FSu eru með hörkulið sem samanstendur af ungum leikmönnum sem þekkjast nokkuð vel og spila stíft undir stjórn Brynjars Karls Sigurðssonar. "Mér fannst við bara taka upp þráðinn frá því í fyrra. Það er góður taktur í liðinu og strákarnir hafa þroskast mikið á síðasta ári. Ég upplifði Njarðvíkurliðið ekki eins sterkt og margir aðrir og hefði orðið fúll ef við hefðum tapað þessum leik. En við höldum okkur alveg á jörðinni og eigum Tindastól í næsta leik. Ég held að Tindastóll sé með hörkulið og verði sterkir í vetur," sagði Brynjar Karl í samtali við Vísi. Mikil vinna framundan hjá Njarðvíkingum Valur Ingimundarson þjálfari er að byggja upp nánast frá grunni í Njarðvík eftir mikla uppstokkun í sumar. Liðinu var þrátt fyrir það spáð fjórða sætinu í árlegri spá forráðamanna félaganna í vikunni. Njarðvíkingar létu erlendu leikmennina sína fara á dögunum og uppistaðan í liðinu er þrír landsliðsmenn. Aðrir leikmenn í liðinu hafa litla reynslu af því að spila í úrvalsdeild. Njarðvíkingar léku án Magnúsar Gunnarssonar landsliðsmanns á Selfossi í gær, en hann tók út leikbann. Annar landsliðsmaður og helsta stjarna liðsins, Logi Gunnarsson, sneri sig á ökkla í fyrri hálfleik og gat lítið beitt sér eftir það. Þá urðu Njarðvíkingar fyrir blóðtöku þegar varamaðurinn Ágúst Dearborn sleit vöðva í kálfa og verður hann því ekki með liðnu á næstunni. FSu getur unnið hvaða lið sem erÁgúst Dearborn meiddist í gærBB"Þetta verður kannski dálítið skrítinn vetur. Við erum fámennir því við ætluðum að byggja liðið upp á erlendum leikmönnum. Við tökum bara við þessu eins og þetta er og allir eru staðráðnir í að standa sig þó við séum með einn þynnsta hópinn í deildinni," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi. "Við erum bara rétt að komast af stað eftir að hafa misst allt liðið í burtu og erum á byrjunarreit. Það voru til dæmis þrír sextán ára strákar að spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í gær," sagði Valur. Valur segir góðan anda í hópnum hjá Njarðvíkingum þrátt fyrir hræringarnar í sumar og haust og segir leikmenn staðráðna í að hafa gaman af því að spila í vetur. Hann var hrifinn af spilamennsku FSu í gær. "Þetta FSu lið kom mér verulega á óvart. Þeir voru mjög góðir í gær og á góðum degi getur þetta lið unnið hvaða lið sem er." Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík - Keflavík | Bætist sjötta liðið í titilslaginn? Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Sjá meira
"Það er alltaf gott að vera sleginn niður annað slagið, það vekur mann," sagði Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur eftir að hans menn fengu 103-78 skell gegn nýliðum FSu í gær. Þessi úrslit komu mörgum á óvart, en við nánari skoðun kemur í ljós að kannski voru úrslitin ekki jafn óvænt og ætla mætti. Nýliðar FSu eru með hörkulið sem samanstendur af ungum leikmönnum sem þekkjast nokkuð vel og spila stíft undir stjórn Brynjars Karls Sigurðssonar. "Mér fannst við bara taka upp þráðinn frá því í fyrra. Það er góður taktur í liðinu og strákarnir hafa þroskast mikið á síðasta ári. Ég upplifði Njarðvíkurliðið ekki eins sterkt og margir aðrir og hefði orðið fúll ef við hefðum tapað þessum leik. En við höldum okkur alveg á jörðinni og eigum Tindastól í næsta leik. Ég held að Tindastóll sé með hörkulið og verði sterkir í vetur," sagði Brynjar Karl í samtali við Vísi. Mikil vinna framundan hjá Njarðvíkingum Valur Ingimundarson þjálfari er að byggja upp nánast frá grunni í Njarðvík eftir mikla uppstokkun í sumar. Liðinu var þrátt fyrir það spáð fjórða sætinu í árlegri spá forráðamanna félaganna í vikunni. Njarðvíkingar létu erlendu leikmennina sína fara á dögunum og uppistaðan í liðinu er þrír landsliðsmenn. Aðrir leikmenn í liðinu hafa litla reynslu af því að spila í úrvalsdeild. Njarðvíkingar léku án Magnúsar Gunnarssonar landsliðsmanns á Selfossi í gær, en hann tók út leikbann. Annar landsliðsmaður og helsta stjarna liðsins, Logi Gunnarsson, sneri sig á ökkla í fyrri hálfleik og gat lítið beitt sér eftir það. Þá urðu Njarðvíkingar fyrir blóðtöku þegar varamaðurinn Ágúst Dearborn sleit vöðva í kálfa og verður hann því ekki með liðnu á næstunni. FSu getur unnið hvaða lið sem erÁgúst Dearborn meiddist í gærBB"Þetta verður kannski dálítið skrítinn vetur. Við erum fámennir því við ætluðum að byggja liðið upp á erlendum leikmönnum. Við tökum bara við þessu eins og þetta er og allir eru staðráðnir í að standa sig þó við séum með einn þynnsta hópinn í deildinni," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi. "Við erum bara rétt að komast af stað eftir að hafa misst allt liðið í burtu og erum á byrjunarreit. Það voru til dæmis þrír sextán ára strákar að spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í gær," sagði Valur. Valur segir góðan anda í hópnum hjá Njarðvíkingum þrátt fyrir hræringarnar í sumar og haust og segir leikmenn staðráðna í að hafa gaman af því að spila í vetur. Hann var hrifinn af spilamennsku FSu í gær. "Þetta FSu lið kom mér verulega á óvart. Þeir voru mjög góðir í gær og á góðum degi getur þetta lið unnið hvaða lið sem er."
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík - Keflavík | Bætist sjötta liðið í titilslaginn? Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Sjá meira