Viðskipti erlent

Segir Litháen fá evruna fyrr en áætlað var

Ilmars Rimsevics seðabankastjóri Litháen segir að landið taki að öllum líkindum upp evruna fyrr en áætlað var eða þegar árið 2011. Fjármálakreppan geri það að verkum að verðbólgan í landinu gengur hratt niður og stefnir í lágmarkið sem sett er fyrir upptöku evru.

Þetta kemur fram í viðtali Bloomberg-fréttaveitunnar við Rimsevics. Áur hafði verið áætlað að Litháen fengi evruna í fyrsta lagi árið 2012.

Bankar í Litháen eru að mestu í eigu erlendra aðila, eða 80%, og eiga Svíar þrjá af fimm stærstu bönkum landsins. Ef þeir lenda í vandræðum munu sænsk stjórnvöld tryggja innistæður þeirra og lán upp að tæplega 200 milljörðum dollara eða yfir 20.000 milljörðum kr.

Aðspurður um samanburð á stöðu Litháen og Íslands segir Rimsevics það misvísandi að gera slíkt. "Það er mikilvægt að vita að munirn á Litháen og Íslands er eins munurinn á degi og nóttu," segir seðlabankastjórinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×