Viðskipti erlent

Afþakkaði 2400 milljónir

Angelo Mozilo, forstjóri fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial, afþakkaði 2400 milljónir íslenskra króna sem hann átti rétt á eftir að Bank of America keypti Countrywide fyrr í mánuðinum. Mozilo var lofað þessum peningum eftir að búið var að ganga frá samningunum sem hljóðuðu upp á 4 milljarða Bandaríkjadala. Hann segir þessa ákvörðun um að hafna peningunum eðlilega, þar sem hann beri ábyrgð á þeim ógöngum sem Countrywide lenti í. Bank of America keypti Countrywide þann 11. janúar síðastliðinn fyrir fjóra milljarða dala, jafnvirði 251 milljarð íslenskra króna. Kaupin voru sögð nauðlending Countrywide sem talið er að hafi verið komið að gjaldþroti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×