Viðskipti erlent

Niðursveifla á mörkuðum í Asíu

Hlutabréf féllu töluvert við opnun markaðanna í Asíu í morgunn. Hang seng vísitalan í Hong Kong féll um 4% og Nikkei vísitalan í Japan um tæp 3% í fyrstu viðskiptum dagsins.

Og markaðurinn á Indlandi og í Ástralíu hóf einnig daginn í mínus. Ástæðan er sögð áhyggjur af efnahafsmálum heimsins og því að fjárfestar eru varkárir þar sem aðeins eru þrír dagar í næstu vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×