Viðskipti erlent

Kaupþingskúnnar í Noregi hafa fengið 17 milljarða kr. greiddar

Tryggingarsjóður bankanna í Noregi hefur nú greitt rétt tæpar 900 milljónir norskra kr. eða um 17 milljarða kr. til fyrrum viðskiptavina Kaupþings í landinu. Alls hafa 3.000 af 5.000 viðskiptavinum bankans fengið greitt að fullu.

Samkvæmt frétt á vefsíðunni E24.no er fyrrgreind upphæð um 75% af því sem viðskiptavinir Kaupþings áttu inn á reikningum sínum þegar bankinn varð gjaldþrota.

Allir sem áttu 2 milljónir norskra kr. eða minni á reikningum sínum fá alla upphæðina endurgreidda af sjóðnum en þeir sem áttu upphæðir umfram þetta fá innistæðuna bætta af stjórnvöldum.

Per Harald Meland forstjóri sjóðsins segir að vinnan við að gera upp reikningana gangi vel og eftir áætlun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×