Dramatísk endurkoma Pierce kveikti í Boston 6. júní 2008 05:02 Boston náði í nótt 1-0 forystu gegn LA Lakers í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni með 98-88 sigri á heimavelli sínum. Fyrsti leikur liðanna var æsispennandi og gaf góð fyrirheit um framhaldið. Til marks um spennuna sem var í leiknum í nótt má nefna að 10 stiga forysta Boston í leikslok var mesti munurinn sem var á liðunum allan leikinn. Boston hafði yfir 23-21 eftir fyrsta leikhluta, en Lakers hafði nauma forystu í hálfleik. Varnarleikur heimamanna var svo þéttur í síðari hálfleiknum þar sem þeir héldu gestunum frá Los Angeles í aðeins 37 stigum. Kevin Garnett var stigahæstur í liði Boston með 24 stig og hirti auk þess 13 fráköst, en hann skoraði megnið af stigum sínum í fyrri hálfleik. Paul Pierce kom næstur með 22 stig, en hann var rólegur í fyrri hálfleik og meiddist svo á hné í þeim síðari. Pierce fór til búningsherbergja til að láta huga að hnénu en skoraði svo helming stiga sinna eftir að hann sneri aftur til leiks og kveikti í liði sínu. "Ég heyrði eitthvað smella í hnénu á mér og óttaðist það versta. Ég hélt ég hefði rifið eitthvað," sagði Paul Pierce eftir leikinn. "Svo prófaði ég hnéð aðeins inni í klefa og ákvað að láta reyna á það - ég varð að fara þarna út á völlinn aftur og hjálpa liðinu mínu," bætti Pierce við eftir dramatíska endurkomuna. Ray Allen skoraði 19 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 15. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 24 stig, en hitti aðeins úr 9 af 26 skotum sínum utan af velli. "Ég var að klikka á skotum sem ég er vanur að setja ofan í, svo ég á eflaust eftir að velta mér eitthvað upp úr því," sagði Kobe Bryant óhress eftir leikinn. Derek Fisher og Pau Gasol skoruðu 15 stig hvor og Lamar Odom 14. Það var ekki síst fyrir grimman varnarleik heimamanna í síðari hálfleik að þeir náðu að tryggja sér sigurinn, en liðið vann auk þess baráttuna um fráköstin 46-33. Tölfræði leiksins NBA Bloggið á Vísi Meira en 280 erlendir fjölmiðlamenn frá yfir 35 löndum voru í Boston í nótt til að fylgjast með úrslitaeinvíginu. Því er sjónvarpað til 205 landa í dag, en þegar Boston og Los Angeles mættust síðast í úrslitum árið 1987 var einvígið sýnt beint frá 28 löndum. Næsti leikur Boston og Lakers fer fram í Boston á sunnudagskvöldið klukkan eitt eftir miðnætti og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira
Boston náði í nótt 1-0 forystu gegn LA Lakers í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni með 98-88 sigri á heimavelli sínum. Fyrsti leikur liðanna var æsispennandi og gaf góð fyrirheit um framhaldið. Til marks um spennuna sem var í leiknum í nótt má nefna að 10 stiga forysta Boston í leikslok var mesti munurinn sem var á liðunum allan leikinn. Boston hafði yfir 23-21 eftir fyrsta leikhluta, en Lakers hafði nauma forystu í hálfleik. Varnarleikur heimamanna var svo þéttur í síðari hálfleiknum þar sem þeir héldu gestunum frá Los Angeles í aðeins 37 stigum. Kevin Garnett var stigahæstur í liði Boston með 24 stig og hirti auk þess 13 fráköst, en hann skoraði megnið af stigum sínum í fyrri hálfleik. Paul Pierce kom næstur með 22 stig, en hann var rólegur í fyrri hálfleik og meiddist svo á hné í þeim síðari. Pierce fór til búningsherbergja til að láta huga að hnénu en skoraði svo helming stiga sinna eftir að hann sneri aftur til leiks og kveikti í liði sínu. "Ég heyrði eitthvað smella í hnénu á mér og óttaðist það versta. Ég hélt ég hefði rifið eitthvað," sagði Paul Pierce eftir leikinn. "Svo prófaði ég hnéð aðeins inni í klefa og ákvað að láta reyna á það - ég varð að fara þarna út á völlinn aftur og hjálpa liðinu mínu," bætti Pierce við eftir dramatíska endurkomuna. Ray Allen skoraði 19 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 15. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 24 stig, en hitti aðeins úr 9 af 26 skotum sínum utan af velli. "Ég var að klikka á skotum sem ég er vanur að setja ofan í, svo ég á eflaust eftir að velta mér eitthvað upp úr því," sagði Kobe Bryant óhress eftir leikinn. Derek Fisher og Pau Gasol skoruðu 15 stig hvor og Lamar Odom 14. Það var ekki síst fyrir grimman varnarleik heimamanna í síðari hálfleik að þeir náðu að tryggja sér sigurinn, en liðið vann auk þess baráttuna um fráköstin 46-33. Tölfræði leiksins NBA Bloggið á Vísi Meira en 280 erlendir fjölmiðlamenn frá yfir 35 löndum voru í Boston í nótt til að fylgjast með úrslitaeinvíginu. Því er sjónvarpað til 205 landa í dag, en þegar Boston og Los Angeles mættust síðast í úrslitum árið 1987 var einvígið sýnt beint frá 28 löndum. Næsti leikur Boston og Lakers fer fram í Boston á sunnudagskvöldið klukkan eitt eftir miðnætti og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira