Viðskipti erlent

Stoðir Invest bjarga Nyhedsavisen

Viðskiptasíður danskra blaða segja í morgun að Stoðir Invest muni koma Nyhedsavisen til bjargar. Samkomulag hafi náðist milli Stoða og Morten Lund meirihlutaeigenda útgáfunnar um helgina og verði það kynnt síðar í dag.

Samhliða þessu mun útgáfan loksins geta sett fram ársreiking sinn frá síðasta ári. Viðskipta- og félagaskráning Danmerkur hafði hótað því að leysa félagið upp ef ársreikningurinn bærist ekki þeim í hendur fyrir 21. júlí.

Morten Lund hefur lengi reynt að fá nýja fjárfesta til að koma að útgáfunni. Meðal þeirra er Lars Christensen bankastjóri Saxo bank. Sem stendur tapar útgáfan rúmlega 300 milljónum kr. á mánuði og þarf um 2 milljarða kr. í nýju fjármagni til að útgáfan haldi áfram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×