Sport

Phelps setti heimsmet í 200 metra skriðsundi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Phelps fagnar sínu þriðja gulli.
Phelps fagnar sínu þriðja gulli.

Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps tók sín þriðju gullverðlaun í Peking þegar hann setti nýtt heimsmet í úrslitasundinu í 200 metra skriðsundi. Phelps vann með miklum yfirburðum á tímanum 1:42,96 mínútur.

Hreint magnað sund hjá þessum magnaða íþróttamanni sem sparaði sig í undanrásum og undanúrslitum en honum héldu engin bönd í sjálfu úrslitasundinu.

Þessi 23 ára sundmaður bætti eigið heimsmet um 9/10 úr sekúndu og var ákaft fagnað þegar hann tók við verðlaunum sínum.

Taehwan Park frá Kóreu varð í öðru sæti í 200 metra skriðsundinu en hinn bandaríski Peter Vanderkaay varð í því þriðja og tók því bronsverðlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×