Hækkun á flestum mörkuðum 20. ágúst 2008 08:54 Miðlarar að störfum í þýsku kauphöllinni í Frankfurt. Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum mörkuðum í dag. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,46 prósent það sem af er dags og standa nú í 54,25 sænskum krónum á hlut. Að öðru leyti hefur gengi bréfa almennt hækkað á Norðurlöndunum sem á öðrum mörkuðum þrátt fyrir skell á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,14 prósent í gær og Nasdaq-vístialan um 1,35 prósent eftir tölur um mikla hækkun á framleiðsluverði, talsvert yfir væntingar, voru birtar í gær. Tölurnar bentu til að verðbólga væri að aukast umfram það sem spáð var og gæti svo farið að bandaríski seðlabankinn yrði að hækka stýrivexti á árinu þvert á fyrri spár. Þetta var annar dagurinn í röð sem hlutabréf lækkuðu mikið vestanhafs en á mánudag keyrði grein bandarísku viðskiptavikuritsins Barron's um hugsanlegt þrot bandarísks fjármálafyrirtækis markaðinn niður. Við það féll markaðsverðmæti bandarísku húsnæðislánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac um rúman fjórðung og hefur gengi þeirra ekki verið lægra í um tuttugu ár. Fréttirnir smituðu frá sér út á alþjóðlega fjármálamarkaði í gær og lækkaði gengi hlutabréfa víða um heim, þar á meðal hér en Úrvalsvísitalan féll um rétt rúm tvö prósent. Slæm verðbólgutíðindi vestanhafs í gær virðast hins vegar ekki hafa haft svipuð áhrif út fyrir landssteina. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði engu að síður um 0,1 prósent. Talsverð hækkun varð hins vegar á öðrum asískum mörkuðum en Hang Seng-hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkaði um tæp tvö prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í London hækkað um 0,69 prósent það sem af er dags en aðalvísitölur í Þýskalandi og Frakklandi nokkru minna. Svipuðu máli gegnir um norrænar vísitölur en samnorræna hlutabréfavísitala Nasdaq-OMX-kauphallarsamstæðunnar hefur hækkað um 0,53 prósent. Mest er hækkunin í Noregi, eða 0,65 prósent en minnst í Svíþjóð upp á 0,47 prósent það sem af er dags. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,46 prósent það sem af er dags og standa nú í 54,25 sænskum krónum á hlut. Að öðru leyti hefur gengi bréfa almennt hækkað á Norðurlöndunum sem á öðrum mörkuðum þrátt fyrir skell á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,14 prósent í gær og Nasdaq-vístialan um 1,35 prósent eftir tölur um mikla hækkun á framleiðsluverði, talsvert yfir væntingar, voru birtar í gær. Tölurnar bentu til að verðbólga væri að aukast umfram það sem spáð var og gæti svo farið að bandaríski seðlabankinn yrði að hækka stýrivexti á árinu þvert á fyrri spár. Þetta var annar dagurinn í röð sem hlutabréf lækkuðu mikið vestanhafs en á mánudag keyrði grein bandarísku viðskiptavikuritsins Barron's um hugsanlegt þrot bandarísks fjármálafyrirtækis markaðinn niður. Við það féll markaðsverðmæti bandarísku húsnæðislánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac um rúman fjórðung og hefur gengi þeirra ekki verið lægra í um tuttugu ár. Fréttirnir smituðu frá sér út á alþjóðlega fjármálamarkaði í gær og lækkaði gengi hlutabréfa víða um heim, þar á meðal hér en Úrvalsvísitalan féll um rétt rúm tvö prósent. Slæm verðbólgutíðindi vestanhafs í gær virðast hins vegar ekki hafa haft svipuð áhrif út fyrir landssteina. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði engu að síður um 0,1 prósent. Talsverð hækkun varð hins vegar á öðrum asískum mörkuðum en Hang Seng-hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkaði um tæp tvö prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í London hækkað um 0,69 prósent það sem af er dags en aðalvísitölur í Þýskalandi og Frakklandi nokkru minna. Svipuðu máli gegnir um norrænar vísitölur en samnorræna hlutabréfavísitala Nasdaq-OMX-kauphallarsamstæðunnar hefur hækkað um 0,53 prósent. Mest er hækkunin í Noregi, eða 0,65 prósent en minnst í Svíþjóð upp á 0,47 prósent það sem af er dags.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira