Hækkun á flestum mörkuðum 20. ágúst 2008 08:54 Miðlarar að störfum í þýsku kauphöllinni í Frankfurt. Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum mörkuðum í dag. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,46 prósent það sem af er dags og standa nú í 54,25 sænskum krónum á hlut. Að öðru leyti hefur gengi bréfa almennt hækkað á Norðurlöndunum sem á öðrum mörkuðum þrátt fyrir skell á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,14 prósent í gær og Nasdaq-vístialan um 1,35 prósent eftir tölur um mikla hækkun á framleiðsluverði, talsvert yfir væntingar, voru birtar í gær. Tölurnar bentu til að verðbólga væri að aukast umfram það sem spáð var og gæti svo farið að bandaríski seðlabankinn yrði að hækka stýrivexti á árinu þvert á fyrri spár. Þetta var annar dagurinn í röð sem hlutabréf lækkuðu mikið vestanhafs en á mánudag keyrði grein bandarísku viðskiptavikuritsins Barron's um hugsanlegt þrot bandarísks fjármálafyrirtækis markaðinn niður. Við það féll markaðsverðmæti bandarísku húsnæðislánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac um rúman fjórðung og hefur gengi þeirra ekki verið lægra í um tuttugu ár. Fréttirnir smituðu frá sér út á alþjóðlega fjármálamarkaði í gær og lækkaði gengi hlutabréfa víða um heim, þar á meðal hér en Úrvalsvísitalan féll um rétt rúm tvö prósent. Slæm verðbólgutíðindi vestanhafs í gær virðast hins vegar ekki hafa haft svipuð áhrif út fyrir landssteina. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði engu að síður um 0,1 prósent. Talsverð hækkun varð hins vegar á öðrum asískum mörkuðum en Hang Seng-hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkaði um tæp tvö prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í London hækkað um 0,69 prósent það sem af er dags en aðalvísitölur í Þýskalandi og Frakklandi nokkru minna. Svipuðu máli gegnir um norrænar vísitölur en samnorræna hlutabréfavísitala Nasdaq-OMX-kauphallarsamstæðunnar hefur hækkað um 0,53 prósent. Mest er hækkunin í Noregi, eða 0,65 prósent en minnst í Svíþjóð upp á 0,47 prósent það sem af er dags. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,46 prósent það sem af er dags og standa nú í 54,25 sænskum krónum á hlut. Að öðru leyti hefur gengi bréfa almennt hækkað á Norðurlöndunum sem á öðrum mörkuðum þrátt fyrir skell á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,14 prósent í gær og Nasdaq-vístialan um 1,35 prósent eftir tölur um mikla hækkun á framleiðsluverði, talsvert yfir væntingar, voru birtar í gær. Tölurnar bentu til að verðbólga væri að aukast umfram það sem spáð var og gæti svo farið að bandaríski seðlabankinn yrði að hækka stýrivexti á árinu þvert á fyrri spár. Þetta var annar dagurinn í röð sem hlutabréf lækkuðu mikið vestanhafs en á mánudag keyrði grein bandarísku viðskiptavikuritsins Barron's um hugsanlegt þrot bandarísks fjármálafyrirtækis markaðinn niður. Við það féll markaðsverðmæti bandarísku húsnæðislánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac um rúman fjórðung og hefur gengi þeirra ekki verið lægra í um tuttugu ár. Fréttirnir smituðu frá sér út á alþjóðlega fjármálamarkaði í gær og lækkaði gengi hlutabréfa víða um heim, þar á meðal hér en Úrvalsvísitalan féll um rétt rúm tvö prósent. Slæm verðbólgutíðindi vestanhafs í gær virðast hins vegar ekki hafa haft svipuð áhrif út fyrir landssteina. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði engu að síður um 0,1 prósent. Talsverð hækkun varð hins vegar á öðrum asískum mörkuðum en Hang Seng-hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkaði um tæp tvö prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í London hækkað um 0,69 prósent það sem af er dags en aðalvísitölur í Þýskalandi og Frakklandi nokkru minna. Svipuðu máli gegnir um norrænar vísitölur en samnorræna hlutabréfavísitala Nasdaq-OMX-kauphallarsamstæðunnar hefur hækkað um 0,53 prósent. Mest er hækkunin í Noregi, eða 0,65 prósent en minnst í Svíþjóð upp á 0,47 prósent það sem af er dags.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira