Viðskipti erlent

Erlendir fjölmiðlar telja hættu á hruni íslensks efnahagslífs

Þeir erlendu fjölmiðlar í Danmörku og Bretlandi sem fjalla um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í dag telja að mikil hætta sé á algeru hruni íslensks efnahagslífs.

Á business.dk segir að bráðnun íslenska bankageirans sé ekkert minna en hryllingur og ógni íslensku efnahagslífi sem standi frammi fyrir algjöru hruni.

Í frétt í breska blaðinu The Independent segir að vandi Íslands sé öfgafyllsta dæmið um það sem fjármálastofnanir í Evrópu standi nú frammi fyrir.´

Ritzau fréttastofan ræðir við hagfræðinginn Carsten Valgreen hjá Benerly Economic sem segir að virkilegar efnhagshamfarir ríði nú yfir íslensku þjóðina. "Þetta mun kosta íslensku þjóðina gríðarlega mikið á næstu árum," segir Valgreen.

Fyrirsögnin á breska blaðinu The Times er: "Hryllingur þar sem Ísland horfir fram á efnahagslegt hrun".








Fleiri fréttir

Sjá meira


×