SA: Bankarnir bera ekki ábyrgð á stöðu á húsnæðismarkaði 30. júní 2008 13:38 Þór Sigfússon er formaður SA. MYND/GVA Samtök atvinnulífsins segja þá kólnun sem hafin sé á fasteignamarkaði hafi verið fyrirséð og hafna því að staðan í dag verði rekin til bankanna. Í nýrri greinargerð samtakanna um húsnæðismarkaðinn segir að bæði þau og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hafi varað við kólnunnni en með stefnumörkun stjórnvalda sumarið 2003 og upptöku 90 prósent lána Íbúðalánasjóðs sumarið 2004 hafi atburðarrás verið hrundið af stað sem leiddi til þess vanda sem nú sé við að glíma. Íbúðaverð hafi tekið að hækka í kjölfar þingkosninga 2003 þegar loforð um 90 prósent Íbúðalán hafi verið færð í stjórnarsáttmála. „Mikil hækkun lána og lánshlutfalls almennra lána í opinbera íbúðalánakerfinu leiddu til sviptinga á verði íbúðahúsnæðis og röskuðu jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Staðan sem blasir við í dag verður ekki rakin til bankanna," segir í greinargerð Samtaka atvinnulífsins. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar skammtímaúrræði Þá segja samtökin nýkynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum skynsamlegt skammtímaúrræði til að freista þess að afstýra hruni á fasteignamarkaði, bæta lausafjárstöðu og stuðla að eðlilegra ástandi á innlendum lánamarkaði. Í þeim felist þó hvorki lausn varðandi aðgang íslenskra fjármálafyrirtækja að erlendu lánsfé né ásættanleg langtíma lausn á húsnæðislánamarkaði.„Íbúðalánasjóður býr við forgang að langtíma sparnaði þjóðarinnar í krafti ríkisábyrgðar á skuldbindingum hans og löggjafar um útbreiddustu langtímaskuldabréf á markaðnum, íbúðabréf. Sparnaðurinn sem lánveitingar Íbúðalánasjóðs byggjast á kemur fyrst og fremst frá lífeyrissjóðum. Bankar og önnur fjármálafyrirtæki hafa ekki átt kost á sambærilegri fjármögnun heldur hafa í vaxandi mæli reitt sig á erlenda fjármögnun. Þegar slík leið nánast lokast bitnar það óhjákvæmilega á útlánastarfsemi þeirra," segja Samtök atvinnulífsins.Þá segja þau fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs ekki standast ríkisstyrkjaákvæði EES-samningsins. Það sé forgangsmál að stjórnvöld hefji hið fyrsta nauðsynlegar breytingar á aðkomu sinni að húsnæðislánamarkaði og skilji að félagslega lánastarfsemi, þar sem þau hafa hlutverk, og almennar lánveitingar sem betur sé komið í höndum fjármálafyrirtækja. Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja þá kólnun sem hafin sé á fasteignamarkaði hafi verið fyrirséð og hafna því að staðan í dag verði rekin til bankanna. Í nýrri greinargerð samtakanna um húsnæðismarkaðinn segir að bæði þau og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hafi varað við kólnunnni en með stefnumörkun stjórnvalda sumarið 2003 og upptöku 90 prósent lána Íbúðalánasjóðs sumarið 2004 hafi atburðarrás verið hrundið af stað sem leiddi til þess vanda sem nú sé við að glíma. Íbúðaverð hafi tekið að hækka í kjölfar þingkosninga 2003 þegar loforð um 90 prósent Íbúðalán hafi verið færð í stjórnarsáttmála. „Mikil hækkun lána og lánshlutfalls almennra lána í opinbera íbúðalánakerfinu leiddu til sviptinga á verði íbúðahúsnæðis og röskuðu jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Staðan sem blasir við í dag verður ekki rakin til bankanna," segir í greinargerð Samtaka atvinnulífsins. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar skammtímaúrræði Þá segja samtökin nýkynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum skynsamlegt skammtímaúrræði til að freista þess að afstýra hruni á fasteignamarkaði, bæta lausafjárstöðu og stuðla að eðlilegra ástandi á innlendum lánamarkaði. Í þeim felist þó hvorki lausn varðandi aðgang íslenskra fjármálafyrirtækja að erlendu lánsfé né ásættanleg langtíma lausn á húsnæðislánamarkaði.„Íbúðalánasjóður býr við forgang að langtíma sparnaði þjóðarinnar í krafti ríkisábyrgðar á skuldbindingum hans og löggjafar um útbreiddustu langtímaskuldabréf á markaðnum, íbúðabréf. Sparnaðurinn sem lánveitingar Íbúðalánasjóðs byggjast á kemur fyrst og fremst frá lífeyrissjóðum. Bankar og önnur fjármálafyrirtæki hafa ekki átt kost á sambærilegri fjármögnun heldur hafa í vaxandi mæli reitt sig á erlenda fjármögnun. Þegar slík leið nánast lokast bitnar það óhjákvæmilega á útlánastarfsemi þeirra," segja Samtök atvinnulífsins.Þá segja þau fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs ekki standast ríkisstyrkjaákvæði EES-samningsins. Það sé forgangsmál að stjórnvöld hefji hið fyrsta nauðsynlegar breytingar á aðkomu sinni að húsnæðislánamarkaði og skilji að félagslega lánastarfsemi, þar sem þau hafa hlutverk, og almennar lánveitingar sem betur sé komið í höndum fjármálafyrirtækja.
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira