Erlent

Fjöldamorð í Brasilíu

Óli Tynes skrifar
Frá morðstaðnum í Brasilíu.
Frá morðstaðnum í Brasilíu.

Þúsundir manna falla árlega í valinn í valdastríði eiturlyfjaframleiðenda víðsvegar um heiminn. Ekki er það síst í Suður-Ameríku.

Grímuklæddir byssumenn réðust í gær á búgarð í Parana héraði í Brasilíu og skutu þar fimmtán manns til bana.

Lögreglustjóri héraðsins sagði í símtali við Associated Press fréttastofuna að eigandi búgarðsins hafi verið meintur eiturlyfjasali.

Lögreglan gangi út frá því sem vísu að aðrir eiturlyfjasalar hafi staðið fyrir árásinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×