Viðskipti erlent

Góð afkoma hjá Carlsberg en samt hækkar bjórinn

Þeir verða eflaust færri Carlsberg-kassarnir sem danskir neytendur taka með sér heim þetta árið.
Þeir verða eflaust færri Carlsberg-kassarnir sem danskir neytendur taka með sér heim þetta árið. MYND/365

Búast má við að einhverjir Danir reki upp ramakvein því að bjórframleiðandinn Carlsberg tilkynnti í dag að bjórinn myndi hækka á þessu ári.

Fram kemur í hálffimmfréttum Kaupþings að hækkandi heimsmarkaðsverð á nauðsynjahrávöru til bjórframleiðslu, aðallega humli og malti, sé meginástæða þess að bjórinn muni hækka. Bent er á að fyrirtækið hafi hækkað verðið nokkrum sinnum á síðasta ári, einnig vegna hækkunar á hrávöru. „Fróðlegt verður að sjá hvort það sama komi til með að gerast hér á landi, en fyrir utan hækkanir á hráefnum hefur krónan veikst um tæp 10% á árinu," segir greiningardeild Kaupþings.

Í sömu frétt kemur fram að rekstrarhagnaður Carlsberg fyrir fjármagnsliði hafi verið 928 milljónir danskra króna sem er um fjórðungi betri niðurstaða en meðalspár greinenda gerðu ráð fyrir. Segir Kaupþing að þetta gefi ágæt fyrirheit um framtíðina en sem kunnugt er standa Carlsberg og Heineken að yfirtöku á brugghúsinu Scottish & Newcastle sem er með sterka stöðu á Bretlandseyjum og í Frakklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×