Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur náð samkomulagi við bandaríska þjálfarann Ken Webb um að stýra liðinu áfram næsta vetur. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í dag.
Webb náði ágætum árangri með Skallagrím á síðustu leiktíð og var m.a. valinn besti þjálfarinn í umferðum 9-15 í Iceland Express deildinni.
Liðið tapaði fyrir Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor, en það hefur orðið fyrir talsverðri blóðtöku fyrir næsta vetur þar sem ljóst er að þeir Axel Kárason, Hafþór Gunnarsson, Pétur Sigurðsson og Darrell Flake verða ekki með liðinu á næstu leiktíð.