Innlent

Þjóðleikhúsið sníði sér stakk eftir vexti

Tinna Gunnlaugsdóttir er leikhússtjóri Þjóðleikhússins.
Tinna Gunnlaugsdóttir er leikhússtjóri Þjóðleikhússins. MYND/E.Ól

Brýnt er að Þjóðleikhúsið haldi rekstri sínum innan fjárlaga og sníði sér stakk eftir vexti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á leikhúsinu.

Þar segir að Þjóðleikhúsið sinni lögboðnum verkefnum sínum allvel og hafi náð mælanlegum markmiðum. Hins vegar hafi stjórnendum leikhússins ekki tekist að láta enda ná saman í rekstrinum og aðsókn að leiksýningum hafi ekki aukist í takt við fjölgun uppfærðra leikverka og sýninga. Því hafi kostnaður vaxið hlutfallslega meira en tekjur og nam hallinn í árslok 70 milljónum.

Segir Ríkisendurskoðun að Þjóðleikhúsið þurfi að ná betra jafnvægi milli tekna og gjalda og greiða niður skuldir. Því þurfi leikhúsið að leita leiða til að auka aðsókn og þar með tekjur. Enn fremur þurfi að bæta verkbókhald og áætlanagerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×