Erlent

Tsvangirai og Mugabe hafa komist að samkomulagi

Morgan Tsvangirai verður hugsanlega forsætisráðherra
Morgan Tsvangirai verður hugsanlega forsætisráðherra

Roberts Mugabe, forseti Simbabve, og Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu hafa komist að samkomulagi um myndun þjóðstjórnar. Viðræður um lausn á stjórnarkreppunni hefur staðið frá því að kosningar fóru fram í landinu í júlí.

Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, hefur undanfarin misseri reynt að miðla málum í deilu fylkinganna í Simbabve og í kjölfar fjögra daga fundar í Harare tókst að koma á samkomulagi sem verður gert opinbert á mánudaginn.

Samkvæmt samkomulagi verður gert opinbert á mánudaginn verður Tsvangirai forsætisráðherra og Mugabe áfram forseti.

Nánar er hægt að lesa um málið á fréttavef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×