Handbolti

Haukar í úrslit

Hanna Stefánsdóttir
Hanna Stefánsdóttir Mynd/Vilhelm

Kvennalið Hauka hefur tryggt sér sæti í úrslitaleik deildabikars kvenna í handbolta eftir 32-30 sigur á Fram í undanúrslitum. Hanna Stefánsdóttir og Ramune Pekarskyte skoruðu tíu mörk hvor fyrir Hauka en Stella Sigurðardóttir 14 fyrir Fram.

Klukkan 14 mætast Stjarnan og Valur í hinum undanúrslitaleiknum í kvennaflokki og síðar í dag verða undanúrslitaleikir í karlaflokki.

Leikið verður til úrslita í báðum flokkum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×