Erlent

Samkynhneigður raðmorðingi fékk áttfaldan lífstíðardóm

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ronald Dominique fylgt úr réttarsalnum.
Ronald Dominique fylgt úr réttarsalnum. MYND/AP

Dómstóll í Louisiana hefur dæmt samkynhneigðan raðmorðingja í áttfalt lífstíðarfangelsi fyrir að nauðga og myrða átta menn á 10 ára tímabili. Hinn 44 ára gamli Ronald Dominique lokkaði fórnarlömbin á heimili sitt með loforðum um greiðslu fyrir kynlíf.

Þar batt hann mennina og nauðgaði þeim áður en hann kyrkti þá. Líkin losaði Dominique sig við á sykurreyrökrum eða í ám sem nóg er af í Mississippi. Sakborningurinn hélt sakleysi sínu fram við réttarhöldin en sönnunargögn þóttu taka af tvímæli.

„Með gjörðum sínum svipti sakborningurinn átta fjölskyldur ástvinum sínum. Hann þekkti hvorki fórnarlömbin né fjölskyldurnar sem hann arfleiddi að ævilangri þjáningu," sagði saksóknarinn Mark Rhodes við kviðdómendur sem komust að þeirri niðurstöðu að Dominique væri sekur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×