Fjárfestar sáttir með sölu á Lehman Brothers 11. september 2008 21:00 Richard Fuld. Forstjóri Lehman Brothers hefur ástæðu til að vera stúrinn þessa dagana. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag eftir að spurðist út að stjórnendur bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers ynnu nú að því hörðum höndum að selja hann að mestu leyti eða öllu og forða honum með því móti frá gjaldþroti. Gengi bréfa í bankanum féll um 42 prósent í dag og hefur því fallið um rúm 70 prósent í vikunni. Richard Fuld, forstjóri bankans, sem er sá fjórði umsvifamesti í Bandaríkjunum, hefur þráfaldlega sagt stöðu bankans góða. Stjórnendur sáu sig hins vegar nauðbeygða í gær til að birta ársfjórðungsuppgjör fyrr en áætlað var til að sýna stöðu hans. Þar kom fram að bankinn tapaði 3,9 milljörðum bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi, sem er talsvert meira en reiknað hafði verið með. Tapið er að mestu tilkomið vegna falls á eignasafni, sem tengist bandarískum fasteignalánum. Slæm staða bankans dró hlutabréfamarkaðinn niður með sér fyrri hluta dags. Þegar fréttir bárust af leit stjórnenda leitaði markaðurinn upp á við að mestu. Nokkrir bankar hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur. Þar á meðal er bandaríski bankinn Bank of America, hinn breski Barclays, franski bankinn BNP Paribas, þýski risabankinn Deutsche Bank og ýmis fjárfestingafélög, að sögn fréttastofu Associated Press (AP). Stjórnendur bankans hafa ekki viljað tjá sig um málið, að sögn AP. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,46 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,32 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag eftir að spurðist út að stjórnendur bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers ynnu nú að því hörðum höndum að selja hann að mestu leyti eða öllu og forða honum með því móti frá gjaldþroti. Gengi bréfa í bankanum féll um 42 prósent í dag og hefur því fallið um rúm 70 prósent í vikunni. Richard Fuld, forstjóri bankans, sem er sá fjórði umsvifamesti í Bandaríkjunum, hefur þráfaldlega sagt stöðu bankans góða. Stjórnendur sáu sig hins vegar nauðbeygða í gær til að birta ársfjórðungsuppgjör fyrr en áætlað var til að sýna stöðu hans. Þar kom fram að bankinn tapaði 3,9 milljörðum bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi, sem er talsvert meira en reiknað hafði verið með. Tapið er að mestu tilkomið vegna falls á eignasafni, sem tengist bandarískum fasteignalánum. Slæm staða bankans dró hlutabréfamarkaðinn niður með sér fyrri hluta dags. Þegar fréttir bárust af leit stjórnenda leitaði markaðurinn upp á við að mestu. Nokkrir bankar hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur. Þar á meðal er bandaríski bankinn Bank of America, hinn breski Barclays, franski bankinn BNP Paribas, þýski risabankinn Deutsche Bank og ýmis fjárfestingafélög, að sögn fréttastofu Associated Press (AP). Stjórnendur bankans hafa ekki viljað tjá sig um málið, að sögn AP. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,46 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,32 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira