Af og frá að slakað sé á aðhaldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. maí 2025 19:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið. Vísir/Anton Brink Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 0,25 punkta lækkun á stýrivöxtum sem kynnt var í dag. Greiningaraðilar höfðu flestir gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum en hagfræðingur hjá Landsbankanum segir mikla óvissu uppi vegna stöðunnar í alþjóðaviðskiptum. Stýrivextir eru nú orðnir 7,5 prósent eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um 0,25 punkta lækkun, fimmtu lækkunina í röð. Verðbólga mælist 4,2 prósent en nefndin segir að aðstæður hafi enn ekki skapast til að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar og telur nefndin að verðbólga þurfi að hjaðna töluvert til viðbótar áður en vextir verða lækkaðir að nýju. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunaferlinu sé lokið. „Við þurfum bara að sjá hvað gerist í sumar. Ég tel það alveg ljóst ef verðbólga verður föst á þessu bili sem hún er núna þá getum við ekki lækkað vexti meira.“ Hagfræðideildir bæði Íslandsbanka og Landsbanka spáðu óbreyttum stýrivöxtum. Sagði Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka á fundinum í dag að hann hefði aldrei séð eins mikið misræmi milli ákvörðunar um vaxtalækkun og svo yfirlýsingar Seðlabankans á sama tíma að ekki væri rými fyrir frekari lækkun nema verðbólga hjaðni frekar. Seðlabankastjóri sagði aðhaldsstigið ekki breytast með lækkuninni. „Það má alltaf velta fyrir sér hvenær við reynum að fara varlega. Vextir eru núna 7,5 prósent sem eru mjög háir vextir, þannig að við teljum að við séum ekki að taka það mikla áhættu í ljósi þess hvað vextirnir eru háir,“ segir Ásgeir. Mikil óvissa Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur Landsbankans, segir vaxtaákvörðunina hafa komið á óvart. Hún hafi merkt sama misræmi og kollegi sinn hjá Íslandsbanka. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur, Landsbankans.Vísir/Bjarni „Við bjuggumst einmitt við að annaðhvort yrðu vextir lækkaðir um 0,25 punkta eða að þeim yrði haldið óbreyttum. Reyndar fannst okkur fleiri rök hníga að því að þeim yrði haldið óbreyttum, bæði hafa verðbólguhorfur til dæmis núna samkvæmt spá Seðlabankans aðeins versnað og eftirspurnarkrafturinn í hagkerfinu er þó nokkuð mikill.“ Mikil óvissa spili sinn þátt í hve erfitt sé að taka ákvörðun um vaxtalækkun. „Það er mjög mikil óvissa og sérstaklega í tengslum við alþjóðaviðskipti og þessi mikla óvissa var einmitt kannski eitt af því sem við héldum að myndi halda aftur af vaxtalækkun.“ Seðlabankinn Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta. 21. maí 2025 11:55 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Stýrivextir eru nú orðnir 7,5 prósent eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um 0,25 punkta lækkun, fimmtu lækkunina í röð. Verðbólga mælist 4,2 prósent en nefndin segir að aðstæður hafi enn ekki skapast til að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar og telur nefndin að verðbólga þurfi að hjaðna töluvert til viðbótar áður en vextir verða lækkaðir að nýju. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunaferlinu sé lokið. „Við þurfum bara að sjá hvað gerist í sumar. Ég tel það alveg ljóst ef verðbólga verður föst á þessu bili sem hún er núna þá getum við ekki lækkað vexti meira.“ Hagfræðideildir bæði Íslandsbanka og Landsbanka spáðu óbreyttum stýrivöxtum. Sagði Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka á fundinum í dag að hann hefði aldrei séð eins mikið misræmi milli ákvörðunar um vaxtalækkun og svo yfirlýsingar Seðlabankans á sama tíma að ekki væri rými fyrir frekari lækkun nema verðbólga hjaðni frekar. Seðlabankastjóri sagði aðhaldsstigið ekki breytast með lækkuninni. „Það má alltaf velta fyrir sér hvenær við reynum að fara varlega. Vextir eru núna 7,5 prósent sem eru mjög háir vextir, þannig að við teljum að við séum ekki að taka það mikla áhættu í ljósi þess hvað vextirnir eru háir,“ segir Ásgeir. Mikil óvissa Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur Landsbankans, segir vaxtaákvörðunina hafa komið á óvart. Hún hafi merkt sama misræmi og kollegi sinn hjá Íslandsbanka. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur, Landsbankans.Vísir/Bjarni „Við bjuggumst einmitt við að annaðhvort yrðu vextir lækkaðir um 0,25 punkta eða að þeim yrði haldið óbreyttum. Reyndar fannst okkur fleiri rök hníga að því að þeim yrði haldið óbreyttum, bæði hafa verðbólguhorfur til dæmis núna samkvæmt spá Seðlabankans aðeins versnað og eftirspurnarkrafturinn í hagkerfinu er þó nokkuð mikill.“ Mikil óvissa spili sinn þátt í hve erfitt sé að taka ákvörðun um vaxtalækkun. „Það er mjög mikil óvissa og sérstaklega í tengslum við alþjóðaviðskipti og þessi mikla óvissa var einmitt kannski eitt af því sem við héldum að myndi halda aftur af vaxtalækkun.“
Seðlabankinn Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta. 21. maí 2025 11:55 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta. 21. maí 2025 11:55