Hlynur: Nefið er í fínu lagi 8. apríl 2008 15:00 Hlynur fékk þungt högg á nefið í gær en slapp með lítinn skurð mynd/víkurfréttir "Ég er bara ágætur í nefinu. Ég fór upp á slysó í gær og beið þar í nokkra klukkutíma. Það var mjög gefandi," sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells þegar Vísir spurði hann hvernig hann væri í nefinu eftir leikinn gegn Grindavík í gær. Hlynur lenti í hörðu samstuði við Jamaal Williams hjá Grindavík og óttuðust menn að hann væri nefbrotinn, því blóð flæddi úr nefi hans. Eins og sannur stríðsmaður sneri Hlynur aftur til leiks og kláraði dæmið með félögum sínum. Hann segir meiðslin ekki alvarleg. "Ég fékk bara smá skurð á nefið og það er allt í lagi með mig. Þetta var svolítið gott högg og ég hélt líka að ég væri nefbrotinn fyrst. Ég er nú ekki það góð skytta að það hefði verið óheppilegt fyrir mig að vera með einhverja grímu eða eitthvað svoleiðis," sagði Hlynur léttur í bragði. Snæfellingar fóru með sigur af hólmi í fyrsta leiknum við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í gær og eiga næst heimaleik í Stykkishólmi. Margir vildu meina að Snæfellingar hefðu sloppið með skrekkinn í gær því heimamenn í Grindavík virtust vera með leikinn í hendi sér þegar skammt var til leiksloka. "Við vorum að tapa boltanum allt of mikið í gær, sérstaklega í fyrri hálfleik, en við vorum að frákasta vel. Öll þessi sóknarfráköst hefðu átt að koma okkur í góða stöðu til að vinna leikinn en við eyddum því öllu út með öllum þessum töpuðu boltum," sagði Hlynur, en Snæfellingar töpuðu yfir 20 boltum í leiknum. Hann vill þó ekki meina að það hafi verið heppni að Snæfelli tæki fyrsta leikinn í einvíginu. "Eins og Svali Björgvinsson sagði svo skemmtilega - heppni er ekki til í íþróttum. Þú býrð til þína eigin heppni og þetta byggist mikið á því hvaða ákvarðanir þú eða mótherjar þínir taka. Ég ætla ekki að afsaka mig með heppni þegar ég tapa og ég geri það ekki heldur ef ég vinn. Ég nenni ekki að æfa allan veturinn ef útkoman ræðst af heppni," sagði Hlynur. Annar leikur Snæfells og Grindavíkur verður spilaður í Stykkishólmi á fimmtudagskvöldið og Hlynur og félagar vita hvað þeir þurfa að gera í þeim leik. "Við verðum að spila betri vörn en við gerðum í gær, passa upp á boltann og svo verðum við Justin Shouse að gæta betur að þeim Jamaal Williams og Adam Darboe - þá erum við í ágætum málum," sagði Hlynur, sem reiknar með að verði fullt út úr dyrum á fimmtudagskvöldið. Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
"Ég er bara ágætur í nefinu. Ég fór upp á slysó í gær og beið þar í nokkra klukkutíma. Það var mjög gefandi," sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells þegar Vísir spurði hann hvernig hann væri í nefinu eftir leikinn gegn Grindavík í gær. Hlynur lenti í hörðu samstuði við Jamaal Williams hjá Grindavík og óttuðust menn að hann væri nefbrotinn, því blóð flæddi úr nefi hans. Eins og sannur stríðsmaður sneri Hlynur aftur til leiks og kláraði dæmið með félögum sínum. Hann segir meiðslin ekki alvarleg. "Ég fékk bara smá skurð á nefið og það er allt í lagi með mig. Þetta var svolítið gott högg og ég hélt líka að ég væri nefbrotinn fyrst. Ég er nú ekki það góð skytta að það hefði verið óheppilegt fyrir mig að vera með einhverja grímu eða eitthvað svoleiðis," sagði Hlynur léttur í bragði. Snæfellingar fóru með sigur af hólmi í fyrsta leiknum við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í gær og eiga næst heimaleik í Stykkishólmi. Margir vildu meina að Snæfellingar hefðu sloppið með skrekkinn í gær því heimamenn í Grindavík virtust vera með leikinn í hendi sér þegar skammt var til leiksloka. "Við vorum að tapa boltanum allt of mikið í gær, sérstaklega í fyrri hálfleik, en við vorum að frákasta vel. Öll þessi sóknarfráköst hefðu átt að koma okkur í góða stöðu til að vinna leikinn en við eyddum því öllu út með öllum þessum töpuðu boltum," sagði Hlynur, en Snæfellingar töpuðu yfir 20 boltum í leiknum. Hann vill þó ekki meina að það hafi verið heppni að Snæfelli tæki fyrsta leikinn í einvíginu. "Eins og Svali Björgvinsson sagði svo skemmtilega - heppni er ekki til í íþróttum. Þú býrð til þína eigin heppni og þetta byggist mikið á því hvaða ákvarðanir þú eða mótherjar þínir taka. Ég ætla ekki að afsaka mig með heppni þegar ég tapa og ég geri það ekki heldur ef ég vinn. Ég nenni ekki að æfa allan veturinn ef útkoman ræðst af heppni," sagði Hlynur. Annar leikur Snæfells og Grindavíkur verður spilaður í Stykkishólmi á fimmtudagskvöldið og Hlynur og félagar vita hvað þeir þurfa að gera í þeim leik. "Við verðum að spila betri vörn en við gerðum í gær, passa upp á boltann og svo verðum við Justin Shouse að gæta betur að þeim Jamaal Williams og Adam Darboe - þá erum við í ágætum málum," sagði Hlynur, sem reiknar með að verði fullt út úr dyrum á fimmtudagskvöldið.
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira