Körfubolti

Ewing, Olajuwon og Riley í heiðurshöllina

Olajuwon og Ewing háðu mikið einvígi í lokaúrslitum NBA deildarinnar árið 1994
Olajuwon og Ewing háðu mikið einvígi í lokaúrslitum NBA deildarinnar árið 1994 NordcPhotos/GettyImages

Miðherjarnir Patrick Ewing og Hakeem Olajuwon eru á meðal þeirra sem vígðir verða inn í heiðurshöll körfuboltans í september næstkomandi. Fimmfaldur meistaraþjálfarinn Pat Riley var einnig á meðal þeirra sem komust inn að þessu sinni.

Þeir Ewing og Olajuwon voru miklir keppinautar allan sinn feril og léku til úrslita með Georgetown og Houston í háskóla þar sem Ewing og félagar höfðu betur árið 1984.

Áratug síðar náði Olajuwon fram hefndum í NBA deildinni þegar hann og félagar hans í Houston Rockets höfðu betur gegn New York-liði Ewing.

Pat Riley stýrði liði LA Lakers til fjögurra meistaratitla á sínum tíma og gerði lið Miami Heat síðast að NBA meistara árið 2006.

"Ég var að tapa mínum 64. leik á tímabilinu sem þjálfari í gær og daginn eftir er ég kominn í heiðurshöllina," sagði Riley í léttum dúr, en Miami-lið hans hefur verið afleitt í vetur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×