Viðskipti erlent

Ford selur Jaguar og Land Rover

Jaguar XK1
Jaguar XK1

Bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að selja Jagúar og Land Rover verksmiðjur sínar. Kaupandinn er indverska fyrirtækið Tata. Talið er að Tata greiði um tvo milljarða bandaríkjadala fyrir samninginn eða um 150 milljarða íslenskra króna. Viðskiptin hafa verið í undirbúningi frá því í júní, eða allt frá því að Ford tilkynnti um þá ákvörðun sína að selja Jagúar og Land Rover verksmiðjurnar sama kaupandanum. Tata fyrirtækið á um 20% af bílamarkaðinum á Indlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×