Viðskipti erlent

Vilja hækka tilboð sitt í Bear Stearn

Bear Stearns var seldur á brunaútsölu fyrir páska.
Bear Stearns var seldur á brunaútsölu fyrir páska. Mynd/ AP

JPMorgan á nú í viðræðum um að hækka tilboð sitt í Bear Stearn bankann í 10 dali á hlut, til þess að sætta óánægða hluthafa í Bear Stearns, eftir því sem fram kemur í vefútgáfu New York Times.

Seðlabankinn verður að samþykkja þessar breytingar. Þar á bæ voru menn að skoða nýju verðhugmyndina í gærkvöld, en leynilegar samningaviðræður hafa verið um þetta mál síðustu daga.

Talskona JP Morgan vildi ekki tjá sig um málið við NY Times.

Þann 16 mars síðastliðinn var fallist á tilboð JPMorgan í Bear Stearn á 236 milljónir dala, eða á 2 dali á hlut. Þetta kom illa við hluthafa enda var markaðsverðið talið vera mun hærra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×