Körfubolti

Óvíst að Bynum spili í deildarkeppninni

NordcPhotos/GettyImages

Phil Jackson, þjálfari LA Lakers, segist allt eins búast við því að miðherjinn ungi Andrew Bynum komi ekki við sögu hjá liðinu fyrr en í úrslitakeppninni.

Bynum meiddist illa á hné þann 13. janúar og hefur ekki komið við sögu hjá liðinu síðan. Lakers-liðið hefur unnið 20 af 30 leikjum án hans á þeim tíma, en koma Spánverjans Pau Gasol hefur reyndar hjálpað mikið til við að fylla skarð Bynum.

"Það er mikið álag á leikmönnum og því gætu vel verið tvær til þrjár vikur þangað til hann getur farið að gera nokkuð á æfingavellinum," sagði Jackson.

Bynum sprakk út með liði Lakers í vetur og var ein af helstu ástæðum þess að Lakers-liðið hefur komið mikið á óvart í deildinni. Liðið er nú í harðri baráttu um efsta sætið í Vesturdeildinni þrátt fyrir að vera án Bynum og þá hefur Pau Gasol reyndar misst af síðust leikjum liðsins líka vegna meiðsla.

Það kom ekki í veg fyrir góðan sigur liðsins á Dallas á útivelli í gærkvöld.

Úrslitakeppnin í NBA hefst helgina 18.-19. apríl.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×