Innlent

Mikil vandræði ökumanna á Suðurlandsvegi

Björgunarsveitarmenn frá Vík í Mýrdal og Hvolsvelli voru í allt gærkvöld og fram á nótt að bjarga fólki úr föstum bílum á Suðrulandsvegi frá Landeyjum og austur fyrir Vík.

Þrátt fyrir að tilkynnt væri með skiltum að vegurinn væri ófær og lokaður, lagði fólk á hann og lenti í vandræðum. Varð lögregla að grípa til þess ráðs að leggja lögreglubílum þversum á veginn til að stöðva vegfarendur.

Engin slys urðu og engin lenti í alvarlegum hrakningum, þrátt fyrir illviðri, sem geysaði á svæðinu.Vegurinn er enn lokaður eftir því sem best er vitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×