Innlent

„Erfitt þegar konur kæra ekki eiginmennina“

Starfskona hjá Kvennaathvarfinu sem lifði við andlegt og líkamlegt ofbeldi af hálfu eiginmanns síns í rúman áratug og þurfti að flýja í kvennaathvarfið segist sjá eftir því að hafa ekki kært hann. Erfitt sé að horfa upp á að konur kæri ekki eiginmenn sína sem beiti þær ofbeldi.

Tuttugu og sjö konur hafa dvalið í Kvennaathvarfinu vegna heimilisofbeldis það sem af er ári. Hlíf Magnúsdóttir flúði bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi af hálfu eiginmanns síns fyrir sextán árum og dvaldi í kvennaathvarfinu. Þá stóð hún í skilnaði við eiginmann sinn til ellefu ára 28 ára gömul með þrjú börn. Nú starfar hún hjá athvarfinu og hjálpar konum sem þangað leita.

Hún segir að eftir skilnað við eiginmann hafi líkamlega ofbeldið aukist.

Í ófá skipti þurfti hún að leita á slysavarðsstofuna vegna áverka.

Hlíf hefur síðustu ár verið í farsælu hjónabandi með öðrum manni sem hún hitti eftir skilnaðinn. Hún segir margar konur snúa aftur heim til eiginmanna sinna þrátt fyrir að hafa flúið heimilið vegna ofbeldis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×