Viðskipti erlent

Bretar eyða mestu í fegrunaraðgerðir í Evrópu

Bretar eru sú þjóð í Evrópu sem eyða mestum fjármunum í fegrunaraðgerðir af ýmsu tagi svo sem brjóstastækkun og fitusog. Alls eyddu Bretar rúmlega 65 milljörðum kr. í slíkar aðgerðir árið 2006.

Samkvæmt upplýsingum sem markaðsgreinirinn Datamonitor hefur sent frá sér koma Ítalir og Frakkar næst á eftir Bretum og eyða um 20 milljörðum hvor þjóð í fegurðina.

Evrópubúar eru samt ekki einu sinni hálfdrættingar á við Bandaríkjamenn í þessum efnum sem eyddu nær 700 milljörðum í fegrunaraðgerðir árið 2006.

Datamonitor áætlar að fé sem Bretar eyða í fegrunaraðgerðir muni þrefaldast fram að árinu 2011. Þær aðgerðir sem fjölgar hvað örast í þessum bransa eru botox meðferðir og minniháttar aðgerðir.

Í könnun sem gerð var bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og náði til 5.000 manns kom m.a. í ljós að 20% til 30% kvenna sögðust hafa íhugað að fara í fegrunaraðgerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×