Viðskipti erlent

Phil & Sön rekur Dani og ræður Pólverja í vinnu

Verktakafyrirtækið E. Phil % Sön hefur rekið danska verkamenn sín og ráðið pólska í staðinn við vinnu við byggingu Copenhagen Towers í Örestaden. Um er að ræða eitt stærsta byggingarverkefnið í Kaupmannahöfn í ár.

Phil & Sön hefur ráðið pólska fyrirtækið Eurotech sem undirverktaka að verkinu og á Eurotech að útvega pólska verkamenn til þess. Þessy mótmælir danska verkalýðshreyfingin sem segir að Eurotech borgi fólki sínu laun sem eru undir lágmarkstöxtum í Danmörku. Á sama tíma hefur Phil & Sön rekið sjö danska verkamenn sína og ber við verkefnaleysi. Einn þeirra reknu á að baki 20 ára starfsferil hjá verktakanum.

Halldór Ragnarsson forstjóri Phil & Sön segir í samtali við Börsen að hann skilji vel að verkamennirnir séu skúffaðir yfir því að vera reknir. "Þetta er bara dæmi um slæma tímasetningu," segir Halldór. "Þegar við hófum byggingu á Copenhagen Towers fyrir áramótin vorum við ekki með danska verkamenn á lausu í verkið. Því réðum við Pólverjanna. Við getum ekki bara hent pólska fyrirtækinu í burtu nú þegar framkvæmdir eru hafnar."

Það kemur ennfremur fram í máli Halldórs að nokkur spennandi verkefni séu í augsýn hjá Phil & Sön. "Og þá vona ég að við höfum þörf fyrir þessa dönsku verkamenn okkar á ný," segir Halldór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×