Viðskipti erlent

Playboy hrapar á Wall Street

Hlutir í Playboy féllu um meir en 10% á Wall Street í gærdag í kjölfar þess að uppgjör félagsins fyrir fjórða ársfjóðung á síðasta ári var birt.

Samkvæmt uppgjörinu minnkuðu auglýsingatekjur Playboy um 30% frá sama tímabili í fyrra. Þetta hafði í för með sér rúmlega 70 milljón kr. tap á fjórðungnum en hagnaðurinn í fyrra var vel yfir 200 milljónum kr.

Cristie Hefner, dóttir gamla mannsins og stjórnarformaður Playboy segir að félagið glími nú við ákveðin vandamál sem leysa þarf í náinni framtíð. Þar á hún einkum við vaxandi framboð á ókeypis klámefni á netinu.

Christie segir grunn félagsins traustan og í framtíðinni muni félagið einbeita sér að fjárfesta í öðru en tímaritaútgáfunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×