Innlent

Umferð hleypt um Eyrarhlíð í stutta stund kl. 15.30

MYND/GVA

Umferð verður hleypt á Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals klukkan hálf fjögur í dag í stutta stund en síðan verður vegurinn hafður lokaður áfram vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Fyrr í dag var veginum lokað og sömuleiðis vegunum um Óshlíð og um Súðavíkurhlíð. Á öllum þremur stöðunum hafa fallið snjóflóð og komst ökumaður bíls naumlega undan á veginum um Óshlíð eftir að tvö snjóflóð féllu hvort sínum megin við bíl hans. Aðvífandi ökumaður kom honum til bjargar og flutti til Bolungarvíkur.

Lögregla á Ísafirði segir óljóst hvenær vegirnir verða opnaðir aftur en fjögurra stiga hiti er nú á Ísafirði sem þýðir að snjórinn verði blautur og þungur og þá er mikil hætta á snjóflóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×