Innlent

Búið að opna Grindavíkurveg.

Veghefill hefur lokað veginum til Grindavíkur.
Veghefill hefur lokað veginum til Grindavíkur.

Grindavíkurvegur er opinn á ný eftir að björgunarsveitarmönnum tókst að draga veghefil sem stóð fastur þvert yfir veginn. Björgunarsveitar menn hafa haft í nógu að snúast á Suðurnesjum í dag og er áætlað að þeir hafi komið 400 til 500 bílum til aðstoðar í dag í Reykjanesbæ einum.

Rúmlega 30 björgunarsveit hafa verið að störfum á svæðinu frá því klukkan sjö í morgun og segir einn þeirra í samtali við Vísi að lítið lát virðist vera á veðurofsanum og að sífellt bæti í snjóinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×