Hlynur: Stefnum á efstu fjögur sætin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2008 14:31 Hlynur Bæringsson með viðurkenningu sína í dag. Mynd/E. Stefán „Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga," sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. „Þetta er svo sem ekkert sem maður stefnir að sérsatklega en það er þægileg tilfinning að vita að maður sé að gera eitthvað rétt." Kjör á besta leikmanninum og liði umferðanna var kynnt í dag. Hlynur leikur með Snæfelli sem vann fjóra af þeim sjö leikjum í áðurnefndum umferðum. Liðið situr í sjötta sæti deildarinnar sem stendur en er komið í úrslit bikarkeppninnar. „Ég hef verið mjög ánægður með gengi liðsins undanfarnar vikur. Við höfum fengið tvo sterka leikmenn aftur á fullu í liðið, þá Magna og Jón Ólaf og unnið sterk lið. Við unnum til að mynda Keflavík og Njarðvík tvisvar en töpuðum að vísu fyrir KR." Magni Hafsteinsson var lítið með Snæfelli fyrir áramót og þá var Jón Ólafur Jónsson frá í rúma tvo mánuði vegna meiðsla. En Hlyni líst vel á framhaldið. „Mér líst mjög vel á deildina og ég tel það gott að öll lið geti tapað alls staðar. Það er spilaður góður körfubolti og finnst mér deildin yfirhöfuð vera svolítið vanmetin." „Okkar gengi hefur ekki verið neitt sérstakt og erum við í sjötta sæti sem stendur. Við stefnum á efstu fjögur sætin til að koma okkur í heimavallarrétt í úrslitakeppninni." „Heimavallarrétturinn getur skipt miklu máli. Það er erfitt að lenda í fimmta sæti og fá þá sterkt lið í fyrstu umferð og eiga ekki heimavöllinn inni fyrir oddaleikinn." „Svo í næstu umferð er spilað upp á þrjá sigurleiki og þá skiptir heimavöllurinn ekki jafn miklu máli. Það er alltaf hægt að stela einum leik á útivelli í svo löngum seríum ef liðið er á annað borð nógu gott til að komast áfram." Hópurinn samankominn. Lengst til hægri er Hannes Jónsson formaður KKÍ og lengst til vinstri Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.E. StefánAdam Darboe, Grindavík.E. StefánBrenton Birmingham, Njarðvík.E. StefánHreggviður Magnússon, ÍR.E. StefánHlynur Bæringsson, Snæfelli.E. StefánDarrell Flake, Skallagrími.E. StefánKristinn Óskarsson, besti dómarinn.E. StefánKen Webb, Skallagrími, besti þjálfarinn.E. StefánHlynur Bæringsson með viðurkenningu sína sem hann hlaut fyrir að vera útnefndur besti leikmaðurinn.E. Stefán Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
„Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga," sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. „Þetta er svo sem ekkert sem maður stefnir að sérsatklega en það er þægileg tilfinning að vita að maður sé að gera eitthvað rétt." Kjör á besta leikmanninum og liði umferðanna var kynnt í dag. Hlynur leikur með Snæfelli sem vann fjóra af þeim sjö leikjum í áðurnefndum umferðum. Liðið situr í sjötta sæti deildarinnar sem stendur en er komið í úrslit bikarkeppninnar. „Ég hef verið mjög ánægður með gengi liðsins undanfarnar vikur. Við höfum fengið tvo sterka leikmenn aftur á fullu í liðið, þá Magna og Jón Ólaf og unnið sterk lið. Við unnum til að mynda Keflavík og Njarðvík tvisvar en töpuðum að vísu fyrir KR." Magni Hafsteinsson var lítið með Snæfelli fyrir áramót og þá var Jón Ólafur Jónsson frá í rúma tvo mánuði vegna meiðsla. En Hlyni líst vel á framhaldið. „Mér líst mjög vel á deildina og ég tel það gott að öll lið geti tapað alls staðar. Það er spilaður góður körfubolti og finnst mér deildin yfirhöfuð vera svolítið vanmetin." „Okkar gengi hefur ekki verið neitt sérstakt og erum við í sjötta sæti sem stendur. Við stefnum á efstu fjögur sætin til að koma okkur í heimavallarrétt í úrslitakeppninni." „Heimavallarrétturinn getur skipt miklu máli. Það er erfitt að lenda í fimmta sæti og fá þá sterkt lið í fyrstu umferð og eiga ekki heimavöllinn inni fyrir oddaleikinn." „Svo í næstu umferð er spilað upp á þrjá sigurleiki og þá skiptir heimavöllurinn ekki jafn miklu máli. Það er alltaf hægt að stela einum leik á útivelli í svo löngum seríum ef liðið er á annað borð nógu gott til að komast áfram." Hópurinn samankominn. Lengst til hægri er Hannes Jónsson formaður KKÍ og lengst til vinstri Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.E. StefánAdam Darboe, Grindavík.E. StefánBrenton Birmingham, Njarðvík.E. StefánHreggviður Magnússon, ÍR.E. StefánHlynur Bæringsson, Snæfelli.E. StefánDarrell Flake, Skallagrími.E. StefánKristinn Óskarsson, besti dómarinn.E. StefánKen Webb, Skallagrími, besti þjálfarinn.E. StefánHlynur Bæringsson með viðurkenningu sína sem hann hlaut fyrir að vera útnefndur besti leikmaðurinn.E. Stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira