Viðskipti erlent

Markaðir í Asíu hafa hríðfallið í morgun

Markaðir í Asíu hafa hríðfallið í morgun í kjölfar mikillar dýfu á Wall Street í gær.

Dýfan á Wall Street kom í kjölfar ársfjórðungsupgjörs Citigroup, stærsta banka Bandaríkjanna, sem tapaði 600 milljörðum króna á síðustu þremur mánuðum ársins í fyrra. Þetta var mun verri niðurstaða en almennt var búist við.

Mest varð fallið í kauphöllinni í Hong Kong eða rúmlega 4% en allir markaðarins í Asíu sýna rauðar tölur þessa stundina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×