Viðskipti erlent

OMX í útrás til Indlands

Norræna kauphöllin OMX, sem Íslendingar eru hluti af er komin í útrás til Indlands. Um helgina var gengið frá samkomulagi þess efnis að OMX setti upp kauphallarkerfi í borginni Mumbai þar sem fjármálamiðstöð Indlands er til staðar.

Samningur þessi mun hljóða upp á fleiri milljarða króna að því er segir í fréttaskeyti frá rizau-fréttastofunni. Útflutningur á fjármálakerfum er um þriðjungur af tekjum OMX en kauphöllin hefur selt slík kerfi til 70 kauphalla í 50 löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×