Viðskipti erlent

Ríkasti Ísraelinn kaupir dýrustu íbúðina í London

Ríkasti auðjöfur Ísraels, demantasalinn Lev Leviev, hefur fest kaup á dýrasta íbúðarhúsinu í London.

Greiddi hann sem svarar 4,2 milljörðum króna fyrir húsið sem staðsett er í Hampstead-hverfinu. Meðal annars er skotheld útidyrahurð á húsinu sem kostaði um 6 milljónir kr.

Lev fluttist frá Uzbekistan til Ísraels árið 1971 og átti þá ekki krónu í vasanum. Síðan hafa demantaviðskipti gert hann að milljarðamæringi og er talið að auður hans nemi nú um 400 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×