Körfubolti

Yao Ming sá um Angóla

Yao Ming
Yao Ming NordcPhotos/GettyImages

Yao Ming var allt í öllu í liði Kínverja þegar það lagði Angólamenn 85-68 á ÓL í Peking. Yao skoraði 30 stig fyrir kínverska liðið og Sun Yue, sem nýverið gekk í raðir LA Lakers, skoraði 11 stig. Joaquim Gome var stigahæstur hjá Angóla með 17 stig.

Spánverjar lögðu Þjóðverja 72-59 þar sem Jose Calderon skoraði 15 stig fyrir Spán, Alex Mumbru 14 og Pau Gasol 13. Dirk Nowitzki skoraði aðeins 11 stig fyrir Þjóðverja en hann var tví- og þrídekkaður allan leikinn.

Þá unnu Ástralir auðveldan 106-68 sigur á Írönum og Litháar lögðu Rússa 86-79.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×