Erlent

Kallar eftir einingu í Bólivíu

Evo Morales í kosningabaráttu.
Evo Morales í kosningabaráttu.

Forseti Bólivíu, Evo Morales hefur kallað eftir einingu í Bólivíu en spenna eykst í landinu fyrir komandi kosningar á sunnudaginn. Verður kosið um hvort hann og fylkisstjórar hans haldi embætti. Í ræðu sinni í tilefni þjóðhátíðardags Bólivíu gagnrýndi Morales forréttindahópa fyrir að tala fyrir aðgreiningu og vera á móti breytingum.

Forsetinn er flæktur í pólitískt stríð við fylkisstjóra sína vegna tilrauna hans til breytinga á stjórnarskrá. Mótmæli hafa verið mikil vegna komandi kosninga, meðal annars hafa tveir látist og nokkrir særst í mótmælum í landinu.

Stjórnarskráarbreytingarnar sem Morales vill gera fela í sér að úthluta aftur landi til infædds meirihluta Bólivíu og reyna að deila auðæfum landsins á milli hins ríka austurshluta og fátækari vesturhluta. Þær fela einnig í sér að forsetinn geti boðið sig fram til þess að sitja annað fimm ára kjörtímabil. Fylkisstjórar vilja hins vegar meira sjálfstæði til héraða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×