Viðskipti erlent

FIH minnkar væntingar sínar um hagnað um meir en helming

FIH bankinn í Danmörku, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, hefur dregið mikið úr væntingum sínum um hagnað ársins.

Gerir bankinn nú ráð fyrir að hagnaðurinn nemi 250-300 milljónum danskra kr. eða 5-6 milljörðum kr.. Áður hafði verið reiknað með 700 milljónum danskra kr. í hagnað.

Í tilkynningu frá FIH kemur fram að minnkandi hagnað megi að mestu rekja til þess að bankinn þarf að auka afskriftir sínar sem þessu nemur. Í tilkynningunni segir að auka þurfi afskriftirnar „verulega".

Eins og kunnugt er var FIH í eigu gamla Kaupþings. Hinsvegar var neyðarlán Seðlabanka Íslands til Kaupþings í haust upp á 500 milljónir evra veitt með veði í FIH. Samkvæmt verðmati JPMorgan á FIH stendur Seðlabankinn til að tapa um 35 milljörðum kr. á þessari lánveitingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×