Viðskipti erlent

Íslensk kreppa hefur dómínó-áhrif í Danmörku

Ísland hefur sent skjálftabylgjur í gegnum danskt viðskiptalíf í dag. Börsen segir að íslensk fjármálakreppa muni hafa dómínó-áhrif í Danmörku.

"Íslendingar hafa fingurna djúpt niðri í röð af velþekktum dönskum félögum og hrun dagsins í formi stórbankans Glitnis, sem ríkissjóður yfirtók í morgun, ásamt hruni fjárfestingarfélagsins Stoðir, fá viðvörunarljósin til að blikka á fjármálamörkuðum og í stjórnarherbergjum hér heima," segir í frétt á Börsen í dag.

Bjarke Roed Frederiksen hjá greiningardeild Nordea-bankans segir í samtali við Börsen að ef íslenskt efnahagslíf hrynur muni það hafi í för með sér dómínó-áhrif í Danmörku. "En ef þetta er ekki verra en það sem við höfum séð í dag verður framhaldið að öllum líkindum viðskipti eins og venjulega," segir Frederiksen.

Börsen segir að erfitt sé að sjá hið jákvæða í þróuninni fyrir félög á borð við Sterling, Royal Unibrew, Landic Property og þar með Magasin du Nord.

Páll Benediktsson fjölmiðlafulltrúi Landic Property er á öndverðu máli. Hann segir í samtali við Börsen að sem standi hafi þetta engin áhrif á þá. "Sem stendur er staðan viðskipti eins og venjulega," segir Páll. "Annað hef ég ekki að segja um málið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×